G.V. Gröfur ehf. áttu lægra tilboð í verkið; “Nesjahverfi — gatnagerð og lagnir” en aðeins tvö tilboð bárust í verkið. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir um 62,5 milljónir króna, eða um 91% af kostnaðaráætlun.
G. Hjálmarsson hf. bauð rúmar 64,5 milljónir króna, eða um 94% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 68,3 milljónir króna. G.V. Gröfur áttu einnig lægsta tilboð í verkið: "Lagnir frá yfirföllum við Sandgerðisbót og Hlíðarbraut". Tvö tilboð bárust í verkið, frá G.V. Gröfum og G. Hjálmarssyni og eitt frávikstilboð frá G.V. Gröfum sem var lægst. Það hljóðaði upp á tæpar 20 milljónir króna, eða 74% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 27 milljónir króna. Framkæmdaráð Akureyrarbæjar samþykkti að ganga til samninga við G.V. Gröfur á grundvelli frávikstilboðsins. Hitt tilboð fyrirtækisins var upp á um 26 milljónir króna og tilboð G. Hjálmarssonar hljóðaði á um 37 milljónir króna.
Til baka |