9.11.2005 - G.V. gröfur með lægstu tilboðin
G.V. gröfur áttu lægstu tilboðin í tvö verk sem boðin voru út nýlega, annars vegar í grunn fyrir Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli og hins vegar í grunn að nýju húsi fyrir Börk ehf. við Njarðarnes. G.V. gröfur buðu kr. 3.222.000.- í verkið fyrir Flugsafnið en G. Hjálmarsson hf. bauð kr. 3.722.550 í verkið. Nýja hús safnsins kemur til með að standa sunnan við núverandi flugskýli og verktæði. Þrjú tilboð bárust í verkið fyrir Börk, G.V. gröfur buðu kr. 8.484.000.-, G. Hjálmarsson hf. bauð kr. 9.360.000.- og Malar og efnissalan ehf. bauð kr. 9.808.000.-. Áætlað er að hefja framkvæmdir við þessi verk á næstu vikum.
Til baka |