13.9.2010 - Endurgerð Þingvallastrætis
Nú standa yfir framkvæmdir við endurbyggingu neðsta hluta Þingvallastrætis og hefur gangstéttin í Kaupvangsstræti frá Myndlistaskólanum upp að Oddeyrargötu verið breikkuð. Í sjálfu Þingvallastrætinu er um að ræða flóknari framkvæmd, en allar lagnir verða endurnýjaðar og gangstéttin norðan götunnar breikkuð. Steyptur verður nýr kantsteinn og komið fyrir nýjum ljósastaurum. Einnig verður skipt um jarðveg í stígum við Andapollinn og settar nýjar tröppur og girðingin endurnýjuð. Samtals verða lagðir 1600 fermetrar af hellum og er kostnaður skv. tilboði u.þ.b. 27 milljónir króna. Verklok eru áætluð 15. október.
Til baka |