31.8.2009 - Snjóflóðavarnargarður í Ólafsfirði
GV Gröfur hafa hafið framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð ofan við Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði: Garðurinn verður 320 metrar að lengd og um 13 metrar á hæð þar sem hann er hæstur. Heildarefnismagn um 150 þúsund rúmmetrar. Jarðvegur af svæðinu verður að hluta notaður við landmótun en efni í garðinn sótt úr Héðinsfjarðargöngum í um 2,3 kílómetra fjarlægð frá garðinum. Auk varnagarðs ná framkvæmdirnar til þess að gera 276 metra langt ræsi undir varnargarðinn og 2 kílómetra af göngustígum. Verkinu skal vera að fullu lokið haustið 2010.
Til baka |