GV Gröfur ehf. hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. Margir viðskiptavinanna, sérstaklega opinberir aðilar, eru farnir að gera kröfur um vottuð gæðakerfi og er þessi vottun aðlalega til þess að koma til móts við þær óskir, en einnig til að skerpa á árherslum í rekstri. "D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta aukist framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði", segir á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.
Til baka |