17.4.2008 - Lenging Akureyrarflugvallar
GV Gröfur og Árni Helgason ehf áttu næst lægsta tilboð í lengingu Akureyrarflugvallar, en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum þann 8. apríl sl. Ístak átti lægsta tilboð sem var 85,6% af kostnaðaráætlun.
Þessi tilboð bárust:
Bjóðandi | Tilboð kr. |
Ístak | 475.161.655 |
G.V. Gröfur ehf og Árni Helgason ehf | 486.632.193 |
Klæðning ehf |
500.000.000 |
Suðurverk hf. og G. Hjálmarsson hf |
530.441.992 |
Háfell hf. |
542.235.370 |
Suðurverk hf. og G. Hjálmarsson hf |
567.866.992 |
Héraðsverk ehf |
948.775.677 |
Kostnaðaráætlun | 554.853.000 |
Þann 17. apríl var síðan opnað tilboð í malbikun brautarinnar en aðeins eitt tilboð barst í verkið frá Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas hf og hljóðaði það upp á 719.225.830kr. en kostnaðaráætlun var kr. 647.324.450.
Til baka |