Fréttasafn
30.12.2005 - Frumvarp til breytinga á umferðalögum |
|
Í þessu frumvarpi sem þarna er á ferðini er verið að styrkja lögin er varða akstur og hvíldartíma. Ég tel það vera hið besta mál og reyndar nauðsynlegt að löggjafinn geri lögin um akstur og hvíldartíma virk, hinsvegar er þörf á að aðlaga lögin að aðstæðum hér á landi t.d. með tilliti til verktaka sem vinna í 10-11 daga úthöldum og taka síðan 3-4 daga í frí ofl. En eins og ég sagði hér að ofan tel ég nauðsynlegt að til séu virk lög svo refsa megi mönnum fyrir gróf brot ef það er rétt sem Sævar Ingi Jónsson deildarstjóri umferðareftirlits vegagerðarinnar hélt fram í viðtali við Rúv þann 13 des s.l.. Þó ég hafi ekki neina haldbæra vitneskju um það hvað liggur þarna að baki orðum Sævars þá leyfi ég mér að efast um að þetta sé rétt, þ.e.a.s. að brot þessi fari sí vaxandi, mín tilfinning er allt önnur og tel ég að ástandið í þessum málum hafi farið sí batnandi á síðustu árum. Því til stuðnings vil ég benda á heimasíðu samgönguráðherra en þar kemur fram eftirfarandi ,,Aukin umferð flutningabíla á helstu akstursleiðum hefur ekki leitt til fjölgunar slysa og óhappa þar sem þungir bílar koma við sögu. Tíðni á hverja milljón ekna kílómetra hefur lækkað. Árið 2003 kemur reyndar fram umtalsverð fækkun slysa og óhappa, en líkleg ástæða hennar er talin vera aukin áhersla á öryggisstjórnun hjá flutningsaðilum.’’ Einnig veitti ég því athygli að skráningablað það er Sævar sýndi sjónvarpsmönnum til stuðnings máli sínu var greinilega búið að nota dögum eða vikum saman og sagði ekkert um það hvað ekið hafði verið lengi án hvíldar, gæti til dæmis hafa verið notað í bíl sem undanþegin er notkun ökurita. Í fréttum nokkrum dögum fyrr kom ábending frá landsambandi lögreglumanna, þess efnis að ekki væri ásættanlegt að veita ætti eftirlitsmönnum vegagerðarinnar vald til að stöðva bifreiðar og gera á þeim þær athuganir sem lagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Þessa frétt tel ég vera ástæðu þess að Sævar kom fram í sjónvarpi með fyrr greindar fullyðingar og voru þær að mínu mati til þess gerðar að beina athygli frá því sem landsamband lögreglumanna benti á og slá ryki í augu manna. Stóri gallin á þessu frumvarpi er hins vegar sá að í því er gert ráð fyrir auknum heimildum til handa eftirlitsmönnum vegagerðarinnar eins og áður hefur komið fram hér á síðuni.
Það er undarlegt að það skuli teljast nauðsynlegt að gera út sérstaka sveit manna til að halda uppi lögum og reglum er varða atvinnubílstjóra sérstaklega. Tvöfallt eftirlitskerfi eins og þetta mun alltaf verða dýrara í rekstri fyrir ríkið og því miður mun máttlausara heldur en ef lögreglu yrði falið að sjá um þetta eftirlit eins og annað eftirlit og má þar nefna að lögregla getur sinnt öllum þáttum eftirlits svo sem með hraða og öðru sem eftirlitsmenn vegagerðarinnar geta ekki. Með þessu er hægt og bítandi verið að koma upp eftirlitskerfi þar sem ekki er krafist viðeigandi menntunar þess starfsfólks sem þar starfar, með öðrum orðum þarna eru lítið eða ómentaðir einstaklingar að ganga í störf lögreglumanna og bifreiðaskoðunarmanna.
Við sem tengumst þessari atvinnugrein sem eftirlitið nær til höfum því miður flestir orðið varir við mikin mun á því að eiga samskipti við eftirlitsmenn vegagerðarinnar og hins vegar lögreglu, þar kemur greinilega í ljós hversu lögreglumenn eru almennt hæfari í samskiptum við borgarana. Einnig þekkja lögreglumenn sín takmörk almennt betur og eru ekki haldnir sama valdhrokanum sem gætir hjá sumum eftirlitsmönnum vegagerðarinnar. Atvinnubílstjórar og atvinnurekendur í stéttinni eiga tvímælalaust þann rétt eins og aðrir þegnar landsins að eftirlit með þeim sé faglegt og unnið af mönnum sem hafa til þess menntun. Megum við kannski vænta þess að þessari stétt manna verði boðið upp á heilbrigðisþjónustu hjá slátraranum í SS í stað læknis?
Eftir samtöl mín við fjölmarga í stéttini og sem tengjast henni finn ég að menn eru sem næst einróma á því að þetta eftirlit eigi heima hjá lögreglu gallinn er bara sá að menn bölva bara í hljóði og láta þetta ganga yfir sig án mótmæla Því skora ég á alla þá er málið varðar að fylgjast grant með og láta þetta ekki yfir sig ganga, heldur þrýsta á að eftirlitið verði fært til lögreglu þangað sem það tvímælalaust á heima.
|
|
|
11.12.2005 - Auknar heimildir eftirlitsmanna Vegagerðarinar |
|
Samgönguráðherra er að leggja fram frumvarp sem veita á eftirlitsmönnum vegagerðarinnar lögregluvald þ.e.a.s. vald til að stöðva ökutæki og gera ýmsar þær athuganir sem þeir hafa gert ásamt því að framkvæma skoðun á ástandi ökutækis samkvæmt reglum um skoðun ökutækja. Einnig eiga þessir menn að fá vald til að kyrrsetja ökutæki ef um brot er að ræða að þeirra mati. Ég held ég tali fyrir munn flestra sem samskipti hafa átt við þessa eftirlitsmenn að innan raða þeirra eru menn sem alls ekki eru hæfir til starfsins. Það ber einnig á að líta, að þeir hafa ekki gengið í neinn skóla né hlotið sérstaka þjálfun til að fara með lögregluvald. Ekki veit ég heldur til þess að nokkur þeirra hafi hlotið menntun né þjálfun til að skoða ökutæki. Eftir því sem ég best veit eru gerðar kröfur um bifvélavirkjamenntun til þeirra mann sem starfa í skoðunarstöðvum fyrir ökutæki. Mér finnst að samkvæmt þessu sé verið að veita þessum eftirlitsmönnum vald sem er mjög vand með farið og þeir hafa enga menntun til að sinna og reyndar sýnir reynslan að sumir þeir eru alls ekki hæfir til starfsins. Svo má líka leiða líkum að því að tvöfalt eftirlitskerfi hljóti að vera dýrara heldur en ef allt umferðareftirlit væri hjá lögreglu og þar á það líka heima og hvergi annarstaðar.
|
|
|
9.11.2005 - G.V. gröfur með lægstu tilboðin |
|
G.V. gröfur áttu lægstu tilboðin í tvö verk sem boðin voru út nýlega, annars vegar í grunn fyrir Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli og hins vegar í grunn að nýju húsi fyrir Börk ehf. við Njarðarnes. G.V. gröfur buðu kr. 3.222.000.- í verkið fyrir Flugsafnið en G. Hjálmarsson hf. bauð kr. 3.722.550 í verkið. Nýja hús safnsins kemur til með að standa sunnan við núverandi flugskýli og verktæði. Þrjú tilboð bárust í verkið fyrir Börk, G.V. gröfur buðu kr. 8.484.000.-, G. Hjálmarsson hf. bauð kr. 9.360.000.- og Malar og efnissalan ehf. bauð kr. 9.808.000.-. Áætlað er að hefja framkvæmdir við þessi verk á næstu vikum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Framkvæmdir
Hitaveita í Eyjafjarðarsveit |
|
GV Gröfur áttu lægsta tilboð í lagningu hitaveitu Norðurorku frá Botni að Finnastöðum og Grund í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða lögn 65 mm foreinangraða stálpípu auk heimæða úr pexi samtals rúmir 10 km. Tilboðfjárhæð er tæpar 30 milljónir og skal röralögn skal lokið í haust en verkinu að fullu næsta vor.
|
|
Upplýsingar og myndir |
|
Endurbygging Þingvallastrætis |
|
GV var lægstbjóðandi í framkvæmdir við endurbyggingu neðsta hluta Þingvallastrætis og eru framkvæmdir hafnar. Gangstéttin frá Myndlistaskólanum í Kaupvangsstræti og upp fyrir Þórunnarstræti verður breikkuð, lagnir verða endurnýjaðar og jafnað undir malbik. Einnig verður skipt um jarðveg í stígum við Andapollinn og settar nýjar tröppur. Steyptur verður nýr kantsteinn og komið fyrir nýjum ljósastaurum. Smatals verða lagðar 1600 fermetrar af hellum og er kostnaður skv. tilboði u.þ.b. 27 milljónir króna. Verklok eru áætluð 15. október.
|
|
Upplýsingar og myndir |
|
Undirhlíð 2 |
|
GV Gröfur hafa lokið við gröft og fyllingu undir sjö hæða fjölbýlishús sem SS byggir hyggst reisa við Undirhlíð 2 á Akureyri. Hér er um að ræða autt svæði sem löngum var talið óbyggilegt vegna dýptar á fastan botn. Með stórvirkum gröfum reyndist þó ekkert til fyrirstöðu og var grafið niður á 6 metra dýpi og fyllt með frostþolinni möl. Samtals er gert ráð fyrir að grafa 15.000 rúmmetra af mold vegna húss og bílakjallara.
|
|
Upplýsingar og myndir |
|
Snjóflóðavarnargarður í Ólafsfirði |
|
GV Gröfur áttu lægsta tilboð í gerð 300 m langs snjóflóðavarnargarðs í brekkunni ofan við dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði. Framkvæmdir hófust í ágúst og lýkur haustið 2010. Gert er ráð fyrir að hreinsa u.þ.b. 30.000 rúmmetra af moldarjarðvegi úr garðstæðinu og flytja 115.000 rúmmetra af fyllingarefni úr Héðinsfjarðargöngum í stoðfyllingu. Mold verður aftur ýtt upp í hliðar garðsins auk þess sem lagðir verða göngustígar og ræsi. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar |
|
Í lok maí hófust framkvæmdir við bílastæði og húsgrunna á nýju akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar, en klúbburinn hefur fengið úthlutað stórri lóð á túnum og í gömlum malarnámum neðan við Glerárbæinn sunnan Hlíðarfjallsvegar. Á svæðinu er gert ráð fyrir akstursgerði til kennslu, ásamt keppnis og æfingabrautum fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar, klúbbhús og viðgerðaraðstöðu. Í dag eru að hefjast framkvæmdir við kvartmílubraut. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Mótorhjólasafn á Krókeyri |
|
GV Gröfur hafa lokið jarðvegsskiptum vegna nýbyggingar Mótorhjólasafns Íslands sem til stendur að reisa á Krókeyri í minningu Heiðars Jóhannssonar. Safnbyggingin verður 800 fermetrar og mun hýsa fjölmörg gömul mótorhjól og muni sem tengjast íslenskri hjólamenningu, auk þess að sérstök deild verður tileinkuð Heiðari og munum úr eigu hans. Gert er ráð fyrir að safnið verði opnað árið 2010. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á heimasíðu þess http://motorhjolasafn.is/
|
|
Upplýsingar og myndir |
|
Óðinsnes |
|
Framkvæmdum er að mestu lokið við lagningu Óðinsness sem tengir saman Krossanes við þjóðveg 1 hjá verslun BYKO. GV gröfur áttu lægsta tilboð í verkið rúmar 100 milljónir kr. Aðallega er um að ræða 25.000 m3 gröft, 35.000 m3 fyllingu og 3000 m3 klapparskeringu í götustæðinu. Jöfnun og sáning utan götu verður framkvæmt næsta vor. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Íþróttasvæði Þórs |
|
GV gröfur sjá um að skipta um jarðveg undir fyrirhugaðri stúkubyggingu á Þórssvæðinu. Áætlað magn fyllingar eru rúmir 4000 rúmmetrar. Aðalverktaki byggingarinnar er Hyrna ehf |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Bónus við Kjarnagötu |
|
GV Gröfur önnuðust jarðvegsskipti vegna nýbyggingar verslunarhúss við Kjarnagötu. Samtals voru fluttir 23.000 rúmmetrar af mold í hljóðmanir á golfvellinum og síðan fyllt með hátt í 20.000 rúmmetrum af möl í húsgrunninn og bílastæði á lóðinni. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit |
|
GV Gröfur áttu lægsta tilboð í lagningu 370 m götu í 4. áfanga Reykárhverfis í Eyjafjarðarsveit. Innifalið í verkinu er lagning frárennslis-, hitaveitu- og kaldavatnslagna. Verkinu á að ljúka í júní. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
Dagverðareyrarvegur |
|
Nú er lokið framkvæmdum við endurbyggingu Dagverðareyrarvegar milli Hlíðarbæjar og Hellulands alls 4,5 km. Lega vegarins var lagfærð, ræsi endurnýjuð, mold hreinsuð úr vegfláum, möl flutt í fyllingar og síðan lögð ný burðarlög á allan vegkaflann. Vegurinn verður síðan lagður tvöfaldri klæðningu. |
|
Upplýsingar og myndir |
|
|
|
GV Gröfur - Frostagötu 4a-b, 603 Akureyri - Sími: 462 5700, Fax: 462 5701 - gvgrofur@gvgrofur.is - www.gvgrofur.is