- Í framkvæmd
- Fyrri framkvæmdir

TIL SÖLU! Case cx 290 beltagrafa. Árg.2003. 32t.
11.11.2006 - Reykjaveita Illugastaðir-Grenivík.

Föstudaginn 10. nóvember s.l. var undirritaður verksamningur milli Norðurorku hf og G:V.Gröfur ehf um lagningu hitaveitulagnar frá Illugastöðum í Fnjóskadal til Grenivíkur. Fyrirtækið átti næst lægsta tilboð í verkið við opnun tilboða þann 17 október s.l. kr 169 milljónir. Fyrirhuguð lögn mun verða 47 km löng saman sett úr um það bil 2.940 16 metra löngum stálrörum 125 mm og 150 mm að þvermáli. Áætlað er að verkið hefjist á næstu vikum ef veður leyfir, Skila þarf fyrsta áfanga verksins frá Illugastöðum að Steinkirkju u.þ.b. 7 km 23 mars 2007. Áætlað er að lögnin öll verði tilbúinn til notkunar 31. október 2007 og verkinu öllu lokið 1. ágúst 2008. Samið hefur verið við Vélsmiðju Steindórs hf á Akureyri til að annast samsuðu röranna.

Til baka

GV Gröfur - Frostagötu 4a-b, 603 Akureyri - Sími: 462 5700, Fax: 462 5701 - gvgrofur@gvgrofur.is - www.gvgrofur.is